Persónuverndarstefna Teya
last updated: May 9, 2023
I. Inngangur
Teya Iceland hf. (“Teya”) er fjármálafyrirtæki sem ber virðingu fyrir einkalífi þínu og skuldbindur sig til að vernda persónuupplýsingar. Persónuverndarstefna Teya mun upplýsa þig um hvernig við förum með persónuupplýsingarnar þínar þegar þú heimsækir vefsíður okkar og notar þjónustu okkar ásamt því að upplýsa þig um réttindi þín og hvernig lögin vernda þig.
II. Mikilvægar upplýsingar og staða Teya
Persónuverndarstefnan miðar að því að veita þér upplýsingar um hvernig Teya safnar og vinnur persónuupplýsingar þínar þegar þú notar vefsíður okkar og þjónustu, þ.m.t allar þær upplýsingar sem þú kannt að veita okkur í gegnum vefsíður okkar og þegar þú óskar eftir að fá sent markaðsefni frá okkur.
Vefsíður okkar eru ekki ætlaðar börnum og við söfnum ekki vísvitandi upplýsingum um börn á vefsíðum okkar.
Teya er ábyrgðaraðili og ber ábyrgð á persónuupplýsingum þínum (hér eftir "Teya" sem “við”, “okkur” eða “okkar”).
Við höfum tilnefnt persónuverndarfulltrúa sem ber ábyrgð á að svara spurningum í tengslum við þessa stefnu. Hafir þú einhverjar spurningar varðandi þessa stefnu, eða aðrar spurningar sem snerta rétt þinn, vinsamlegast hafðu samband við persónverndarfulltrúa með því að senda okkur erindi þitt, sjá neðangreint póstfang og netfang:
Teya Iceland hf.
Bt. Persónuverndarfulltrúa
Katrínartún 4, 105 Reykjavík
Netfang: hjalp@teya.com
Þér er heimilt á hverjum tíma að senda kvörtun til Persónuverndar. Að því sögðu værum við þó þakklát fyrir að fá tækifæri til að leysa málið og mælumst því til þess að þú hafir samband við okkur áður en þú leggur fram kvörtun til Persónuverndar.
III. Upplýsingar sem við söfnum um þig
Persónuupplýsingar eru hvers kyns upplýsingar um persónu eða upplýsingar sem hægt er að nota til að persónugreina einstakling. Hér er ekki um að ræða upplýsingar þar sem auðkennið hefur verið fjarlægt (ópersónugreinanlegar upplýsingar).
Við kunnum að safna, nota, geyma eða flytja ýmsar tegundir persónuupplýsinga um þig, þá í samræmi við þá þjónustu við veitum þér. Hér á eftir eru upptaldar tegundir persónuupplýsinga sem við söfnum:
- Upplýsingar um auðkenni s.s. fullt nafn, notendanafn eða sambærileg auðkenni, fæðingardagur og kyn.
- Upplýsingar um tengilið s.s. heimilisfang greiðanda, heimilisfang viðtakanda, netfang og símanúmer.
- Fjárhagsupplýsingar s.s. bankareikningur og upplýsingar um kortanúmer.
- Færsluupplýsingar eru upplýsingar um greiðslur til og frá kreditkorti eða debitkorti eða aðrar upplýsingar um þá þjónustu sem þér er veitt og Teya kemur að sem færsluhirðir eða þjónustuaðili við útgefendur. Upplýsingar eins og persónulegur bankareikningur, nafn seljanda og heimilisfang, dagsetning og heildarfjárhæð færslunnar og aðrar upplýsingar sem fjármálafyrirtæki eða seljandi veita þegar við komum fram fyrir þeirra hönd. Við höfum sem færsluhirðir að öllu jöfnu ekki aðgang að upplýsingum um nafn korthafa eða að öðrum tengiupplýsingum. Þetta á þó ekki við þegar greiðslukortið er gefið út af Teya eða Teya gefur kortið út fyrir þriðja aðila, en þá höfum við aðgang að upplýsingum um nafn korthafa og tengiliðaupplýsingar hans. Eðli máls samkvæmt geta færsluupplýsingar flokkast sem viðkvæmar persónuupplýsingar, s.s. þegar færsla getur gefið upplýsingar um trúarbrögð eða aðrar lífsskoðanir, upplýsingar er varða kynlíf einstaklings eða kynhneigð, stjórnmálaskoðanir, þátttöku í stéttarfélagi og heilsufarsupplýsingar.
- Upplýsingar vegna endurgreiðslu þ.e. kröfur frá þér um endurgreiðslu og aðrar tengdar upplýsingar.
- Tæknilegar upplýsingar það er veffang tölvu (e. Internet protocol address (IP)), aðgangsupplýsingar, tegund og útgáfa vafra, tímastillingar og staðsetningargögn útgáfa af hugbúnaðarviðbótum í vafra, stýrikerfa og annarrar tækni á þeim tækjum sem þú notar til að fara inn á vefsíður okkar.
- Upplýsingar um notkun, það er upplýsingar um hvernig þú notar vefsíður okkar, vörur og þjónustu.
- Markaðs- og tengiliðaupplýsingar, það er val þitt um að fá sent markaðsefni frá okkur og þriðju aðilum (samstarfsaðilum okkar) sem og samskiptaleiðir.
- Aðrar upplýsingar sem þú velur að láta okkur hafa. Þú getur hafa valið að veita okkur aðrar upplýsingar, eins og mismunandi gerðir af efni (t.d. myndir, greinar, athugasemdir), efni sem þú gerir aðgengilegt á samfélagsmiðlum eða aðild hjá þriðju aðilum, eða aðrar upplýsingar sem þú vilt deila með okkur.
- Upplýsingar í atvinnuumsókn eins og tengiliðaupplýsingar (nafn, heimilisfang, netfang og símanúmer), upplýsingar um atvinnuferil, námsferil, meðmælendur og aðrar þær upplýsingar sem þú kýst að setja með umsókn þinni um starf hjá Teya.
- Að auki söfnum við eða notum, eftir því sem þörf krefur, persónuupplýsingum til að koma í veg fyrir svik, vegna svikavaktar eða við áhættustýringu, til að verjast endurkröfum og í öðrum tengdum tilgangi. Slíkar upplýsingar geta m.a. verið persónuleg reikningsnúmer, nafn og staðsetning seljanda, dagsetning og heildarfjárhæð færslna, IP-tölur, svikahlutfall, staðsetningargögn, upplýsingar um seljanda, keyptar vörur og upplýsingar sem tengjast endurkröfum.
- Upplýsingar sem safnast við rafræna vöktun: hljóð- og myndbandsupptökur sem safnað er með eftirlitsmyndavélum á starfsstöð félagsins eða með hljóðritun símtala.
Við söfnum einnig, notum og deilum samanteknum gögnum, svo sem gögnum í tölfræðilegum eða lýðfræðilegum tilgangi. Samantekin gögn geta verið unnin út frá persónuupplýsingum þínum en teljast ekki persónugreinanleg gögn samkvæmt lögum þar sem gögnin leiða ekki í ljós beint eða óbeint auðkenni þitt. Til dæmis, getum við tekið saman notkunargögnin til að reikna út hlutfall notenda sem fá aðgang að tiltekinni virkni vefsíðna. Hins vegar, ef við sameinum eða tengjum samantekin gögn með persónuupplýsingum á þann hátt að þau beint eða óbeint auðkenna þig, þá meðhöndlum við samantekin gögn sem persónuupplýsingar sem verða notaðar í samræmi við þessa persónuverndarstefnu.
IV. Hvernig persónuupplýsingum er safnað
Við notum mismunandi aðferðir til að safna gögnum frá þér og um þig, þ.m.t:
- Með beinum hætti. Þú getur gefið okkur auðkenni þitt, tengiliða- og fjárhagsupplýsingar með því að fylla út eyðublöð eða með því að hafa samband við okkur með pósti, síma, tölvupósti, netspjalli eða á annan hátt. Þetta á við um persónuupplýsingar sem þú gefur upp þegar þú:
- sækir um vöru eða þjónustu hjá okkur;
- notar þjónustu okkar, eins og vefposa;
- gerðist áskrifandi af þjónustu okkar eða útgáfu;
- óskar eftir að markaðsefni sé sent á þig;
- þegar þú gerir athugasemdir við þjónustu okkar.
- Frá seljendum og þriðju aðilum þegar þú sem viðskiptavinur notar greiðslukort við kaup á vörum og/eða þjónustu og seljandi sendir færslu til Teya til að sækja um heimild, senda inn fjárhagsfærslu og fá uppgjörsfærslu.
- Sjálfvirk tækni eða samskipti. Þegar þú notar vefsíður okkar, getum við sjálfkrafa safnað gögnum um tækjabúnað þinn, vafra notkun þína og mynstur. Við söfnum þessum upplýsingum með því að nota vefkökur, aðgangsskráningar eða aðra tækni. Við kunnum einnig að fá persónuupplýsingar um þig ef þú heimsækir aðrar vefsíður sem nýta sér vefkökur okkar.
- Þriðju aðilar eða samfélagsmiðlar. Við kunnum að fá persónuupplýsingar um þig frá ýmsum þriðju aðilum og opinberum aðilum eins og tilgreint er hér að neðan:
- Auðkennis- og tengiliðaupplýsingar frá opinberum aðilum eins og Fyrirtækjaskrá og Þjóðskrá auk gagna frá upplýsingaaðilum og þriðju aðila vefsíðum eins og Google, Facebook og Whois sem staðsettir er utan ESB/EES.
V. Hvernig við notum persónuupplýsingarnar þínar
Við munum aðeins nota persónuupplýsingar þínar þegar það er heimilt samkvæmt lögum um persónuvernd. Við notum persónuupplýsingar þínar við eftirfarandi kringumstæður:
- Í þeim tilvikum sem það er nauðsynlegt vegna framkvæmdar samnings sem þú ert að fara eiga aðild að eða átt aðild að.
- Í þeim tilvikum sem það að framkvæma færslur er skilyrði þess að við uppfyllum samning sem þú hefur gert, eða ert að fara að gera, við seljanda eða aðra þriðju aðila og sem krefst þess að unnið sé með færsluupplýsingar þínar.
- Þar sem það er nauðsynlegt vegna lögmætra hagsmuna okkar (eða þriðja aðila) og hagsmunir þínir og grundvallarréttindi þín vega ekki þyngri en hagsmunir okkar, til að tryggja öryggi og efndir á vörum okkar og þjónustu, til að verjast gegn og koma í veg fyrir svik og til að ópersónugreina persónuupplýsingar og framkvæma gagnagreiningu.
Lögmætir hagsmunir þýða hagsmunir Teya til að framkvæma og stjórna atvinnustarfsemi svo veita megi þér sem besta þjónustu/vöru og góða og örugga neytendaupplifun. Við tryggjum að litið er til og metin eru möguleg áhrif á þig (bæði jákvæð og neikvæð), og réttinda þinna áður en við vinnum persónuupplýsingar vegna lögmætra hagsmuna okkar. Við notum ekki persónupplýsingar þínar við vinnslur þar sem hagsmunir þínir vega þyngra en hagsmunir okkar (nema fyrir liggi samþykki þitt eða slíkrar vinnslu er krafist eða hún er heimil samkvæmt lögum).
Almennt styðjumst við ekki við samþykki sem grundvöll vinnslu á persónuupplýsingum þínum nema við útsendingu markaðsefnis beint á netfang þitt eða með sms. Þú hefur rétt á að draga samþykki þitt til baka hvenær sem er með því að senda okkur tölvupóst á netfangið dataprivacy@teya.com
Tilgangur fyrir notkun persónuupplýsinga
Hér að neðan höfum við sett upp töflu með lýsingu á því hvernig við fyrirhugum að nota persónuupplýsingar þínar, og á hvaða lögmæta grundvelli við byggjum. Við höfum einnig skilgreint, þar sem það á við, hverjir eru okkar lögmætu hagsmunir.
Athugið að vinnsla persónuupplýsinga þinna getur byggst á fleiri en einum lögmætum grundvelli eftir því hvaða sérstaki tilgangur er fyrir notkun upplýsinganna. Vinsamlegast hafðu samband við okkur ef þig vantar frekari upplýsingar. Upplýsingar um sérstakan lagagrundvöll sem við styðjumst við við vinnslu persónuupplýsinga má finna í töflunni hér að neðan.
Til stofna þig sem nýjan viðskiptavin
Tegund upplýsinga:
(a) Auðkenni (b) Fjárhagsupplýsingar (c) Tengiliður.
Lögmætur grundvöllur vinnslu, þ.m.t. grundvöllur lögmætra hagsmuna:
(a) Til að framkvæma samning við þig
Til að vinna með færslur sem færsluhirðir
Tegund upplýsinga:
(a) Færsluupplýsingar
Lögmætur grundvöllur vinnslu, þ.m.t. grundvöllur lögmætra hagsmuna:
(a) Til að framkvæma samning við þig
Til að vinna og afhenda vörur þ.m.t: (a) Hafa umsjón með greiðslum, gjöldum og kröfum (b) Innheimta vanskil
Tegund upplýsinga:
(a) Auðkenni (b) Tengiliður (c) Fjárhagsupplýsingar (d) Færslur (e) Markaðssetning og samskipti.
Lögmætur grundvöllur vinnslu, þ.m.t. grundvöllur lögmætra hagsmuna:
(a) Til að framkvæma samning við þig (b) Nauðsynlegt vegna lögmætra hagsmuna okkar (endurheimta skuldir)
Vegna viðskiptasambands okkar, þ.m.t: (a) upplýsa þig um breytingar á skilmálum okkar og persónuverndarstefnu (b) biðja þig um umsögn eða að svara könnun
Tegund upplýsinga:
(a) Auðkenni (b) Tengiliður (c ) Sniðmát (d) Markaðssetning og samskipti.
Lögmætur grundvöllur vinnslu, þ.m.t. grundvöllur lögmætra hagsmuna:
(a) Til að framkvæma samning við þig (b) Nauðsynlegt til að uppfylla lagaskyldur (c) Nauðsynlegt fyrir lögmæta hagsmuni okkar (hafa allar skrár uppfærðar og fylgjast með hvernig viðskiptavinir nota vörur okkar og þjónustu).
Til að stjórna og vernda viðskipti okkar og vefsíður (þ.m.t. vegna bilanaleitar, gagnagreiningar, prófana, viðhalds kerfis, stuðnings, tilkynninga og hýsingar gagna)
Tegund upplýsinga:
(a) Auðkenni (b) Tengiliður (c) Tækni.
Lögmætur grundvöllur vinnslu, þ.m.t. grundvöllur lögmætra hagsmuna:
(a) Nauðsynlegt til að vernda lögmæta hagsmuni okkar (vegna rekstrar, stýringar upplýsingatækniþjónustu, netöryggis og að koma í veg fyrir svik) (b) Nauðsynlegt til að uppfylla lagaskyldur.
Til að gera þér aðgengilegt viðeigandi vefsíðu- og auglýsingaefni og til að mæla eða skilja skilvirkni auglýsinganna sem við sendum þér
Tegund upplýsinga:
(a) Auðkenni (b) Tengiliðir (c) Persónugreining (d) Notkun (e) Markaðssetning og samskipti (f) Tækni.
Lögmætur grundvöllur vinnslu, þ.m.t. grundvöllur lögmætra hagsmuna:
(a) Til að vernda lögmæta hagsmuni okkar (fylgjast með hvernig viðskiptavinir nota vörur okkar / þjónustu, til að þróa vörur, auka viðskipti okkar og upplýsa um markaðsstefnu okkar).
Til gagnagreiningar í þeim tilgangi að bæta heimasíðu okkar, vörur/ þjónustu, markaðssetningu, viðskiptasambönd og reynslu
Tegund upplýsinga:
(a) Tækni (b) Notkun.
Lögmætur grundvöllur vinnslu, þ.m.t. grundvöllur lögmætra hagsmuna:
(a) Til að vernda lögmæta hagsmuni okkar (fylgjast með hvernig viðskiptavinir nota vörur okkar / þjónustu, til að þróa vörur, auka viðskipti okkar og upplýsa markaðsstefnu okkar).
Til þess að geta upplýst um og mælt með vörum og þjónustu sem þú gætir haft áhuga á
Tegund upplýsinga:
(a) Auðkenni (b)Tengiliður (c) Tækni (d) Notkun.
Lögmætur grundvöllur vinnslu, þ.m.t. grundvöllur lögmætra hagsmuna:
(a) Til að vernda lögmæta hagsmuni okkar (að þróa vörur okkar / þjónustu og auka viðskipti okkar).
Til þess að vernda viðskiptavini, starfsfólk og aðra sem eiga erindi við félagið og tryggja rekjanleika viðskipta
Tegund upplýsinga:
(a) Rafræn vöktun.
Lögmætur grundvöllur vinnslu, þ.m.t. grundvöllur lögmætra hagsmuna:
(a) Í öryggis og eignarvörsluskyni (b) Nauðsynlegt til að uppfylla lagaskyldur.
Markaðssetning
Við leggjum okkur fram við að bjóða þér val um ákveðna notkun persónuupplýsinga, sérstaklega í tengslum við markaðsefni og auglýsingar. Við kunnum að nota auðkenni, tengiliðaupplýsingar, upplýsingar um notkun þína og persónugreiningu til að meta hvers þú þarfnast eða hvað vekur áhuga þinn. Á þennan hátt metum við hvaða vörur, þjónusta og tilboð gætu hentað þér (markaðssetning).
Þú munt fá markaðsefni frá okkur hafir þú óskað eftir upplýsingum frá okkur eða keypt vörur eða þjónustu hjá okkur og samþykkt að fá sent markaðsefni frá okkur.
Afskráning
Þú getur hvenær sem er afþakkað markaðsefni með því að senda okkur póst á netfangið dataprivacy@teya.com.
Ef þú afþakkar markaðsefni mun afskráningin ekki ná til þeirra persónuupplýsinga sem þú hefur þegar veitt Teya í tengslum við fyrri viðskipti við félagið.
Vefkökur
Á vefsíðu Teya eru notaðar vefkökur (e. cookies) sem aðgreina þig frá öðrum notendum á vefsíðunni. Vefkaka er lítil textaskrá sem getur haft að geyma texta og númer sem við vistum á vafranum eða harða disknum í þínu tæki að gefnu samþykki þínu. Vefkökur innihalda upplýsingar sem eru fluttar á harða diskinn í þínu tæki. Þetta aðstoðar okkur við að veita þér betri upplifun þegar þú skoðar vefsíðuna okkar sem og aðstoðar okkur við að bæta vefsíðuna. Þú getur stillt vafrarann þinn þannig að hann hafni öllum eða einhverjum vefkökum eða geri þær óvirkar. Nánari upplýsingar um hvernig við notum vefkökur má sjá á heimasíðu Teya.
Breyting á tilgangi vinnslu
Teya mun aðeins vinna með persónuupplýsingar í þeim tilgangi sem þeim var safnað, nema Teya telji málefnalegar ástæður vera fyrir vinnslu sem gerð er í öðrum tilgangi þó að því gefnu að sá tilgangur samræmist hinum upphaflega tilgangi vinnslunnar. Ef þú vilt fá skýringar á því hvernig hinn nýi tilgangur samræmist hinum upphaflega tilgangi, vinsamlega hafðu samband við okkur.
Ef Teya þarf að vinna persónuupplýsingar þínar í öðrum tilgangi en þeim var safnað til mun Teya hafa samband við þig og útskýra þann lagagrundvöll sem heimilar þá vinnslu.
Vinsamlega athugið að Teya kann að vinna persónuupplýsingar þínar án þinnar vitneskju eða samþykkis, í samræmi við ofangreindar reglur, sé Teya slíkt skylt eða heimilt samkvæmt lögum.
VI. Aðgangur annarra en Teya að þínum Persónuupplýsingum
Teya gæti þurft að deila persónuupplýsingum þínum með eftirfarandi aðilum í þeim tilgangi sem fram kemur í töflu í kafla 5 hér að ofan.
Þriðju aðilar
- Visa Incorporated, MasterCard Europe, Mastercard International, JCB, Diners/Discover, Union Pay and American Express sem vinnsluaðilar eða samábyrgðaraðilar.
- Þjónustuaðilar sem teljast vinnsluaðilar og veita upplýsingatækniþjónustu og hugbúnaðarþjónustu.
- Sérfræðiráðgjafar sem eru vinnsluaðilar eða samábyrgðaraðilar þar með talið lögmenn, bankar, endurskoðendur og tryggingafélög og veita lögfræðilega ráðgjöf, bankaþjónustu eða ráðgjöf um tryggingar eða endurskoðun.
- Eftirlitsstofnanir og önnur yfirvöld sem eru vinnsluaðilar eða samábyrgðaraðilar sem fara fram á skýrsluskil vegna vinnsluaðgerða í sérstökum tilvikum.
- Teya Iceland hf. er dótturfélag Salt Pay Co Ltd. og kann að deila persónuupplýsingum með bæði móðurfélagi sínu og systurfélögum í þeim tilgangi sem lýst er í þessari stefnu. Verði einhverjar breytingar á rekstri Salt Pay Co Ltd., Teya Iceland hf. eða öðrum dótturfélögum Salt Pay Co Ltd., s.s. sameining, sala að hluta eða öllu, kunna persónuupplýsingum þínum verða deilt með nýjum eigendum í þeim tilgangi sem lýst er í þessari stefnu.
Teya krefst þess af öllum þriðju aðilum að þeir fylgi ítrustu öryggiskröfum í meðferð persónuupplýsinga og fari með persónuupplýsingar í samræmi við gildandi löggjöf. Við heimilum ekki okkar þriðju aðilum að nota persónuupplýsingar í sína eigin þágu heldur heimilum við þeim aðeins að vinna með persónuupplýsingar í sérstökum tilgangi og í samræmi við fyrirmæli okkar.
VII. Flutningur yfir landamæri
Margir af þriðju aðilum Teya eru staðsettir utan Evrópska Efnahagssvæðisins (EES) og þar af leiðandi kann vinnsla þeirra með persónuupplýsingar að fela í sér flutning upplýsinga utan EES.
Í þeim tilfellum sem persónuupplýsingar þínar eru unnar utan EES, tryggir Teya sambærilegt öryggi þeirra með því að tryggja að að minnsta kosti að ein eftirfarandi öryggisráðstöfun sé til staðar:
- Teya mun einungis flytja persónuupplýsingar til landa sem Evrópuráðið hefur talið að veiti persónuupplýsingum sambærilega vernd og í Evrópu. Fyrir nánari upplýsingar sjá: https://ec.europa.eu/info/law/law-topic/data-protection/data-transfers-outside-eu/adequacy-protection-personal-data-non-eu-countries_en#dataprotectionincountriesoutsidetheeu
- Í þeim tilfellum sem Teya notar sérstaka þjónustuaðila, mun slíkt fyrirkomulag styðjast við og vera í samræmi við sérstaka samninga sem Evrópuráðið hefur samþykkt til að veita persónuupplýsingum sambærilega vernd og þær njóta í Evrópu, sjá: https://ec.europa.eu/info/law/law-topic/dataprotection/data-transfers-outside-eu/model-contracts-transfer-personal-data-third-countries_en
- Þar sem Teya notar aðila sem eru staðsettir í Bandaríkjunum þá megum við flytja gögn til þeirra ef þeir eru hluti af “the Privacy Shield” sem tryggir að persónuupplýsingum sé veitt sambærileg vernd og þeim persónuupplýsingum sem deilt er milli Evrópu og Bandaríkjanna. Fyrir nánari upplýsingar, sjá https://ec.europa.eu/info/law/law-topic/data-protection/data-transfers-outside-eu/eu-us-privacyshield_en
VIII. Upplýsingaöryggi
Teya leggur áherslu á upplýsingaöryggi og hefur innleitt viðeigandi öryggisráðstafanir til að koma í veg fyrir að persónuupplýsingar þínar týnist, séu notaðar eða aðgengilegar án viðeigandi heimildar, þeim breytt eða þær birtar óviðkomandi. Þar að auki, þá takmarkar Teya aðgengi að persónuupplýsingum hjá starfsmönnum, umboðsaðilum, verktökum og öðrum þriðju aðilum þannig að þeir einir hafa aðgang sem þurfa (e. business need to know). Þessir aðilar munu eingöngu vinna persónuupplýsingar samkvæmt leiðbeiningum Teya auk þess sem þeir eru bundnir trúnaðarskyldu.
Teya hefur vottun samkvæmt ISO/IEC 27001 staðli um upplýsingaöryggi, sem þýðir að “the British Standards Institition” staðfestir að Teya vinnur samkvæmt alþjóðlega samþykktum aðferðum við kerfislegt öryggi og meðferð upplýsinga. Vottunin tryggir að Teya vinni samkvæmt ítarlegum kröfum um upplýsingaöryggi, aðgangsstjórnun og að meðhöndlun og vinnsla upplýsinga sé í samræmi við skráða ferla. Vottunin tryggir einnig að Teya er stöðugt að vinna í að bæta upplýsingaöryggi sitt. Vottunin nær til allra upplýsinga í félaginu og allrar þeirrar þjónustu sem félagið veitir.
Teya hefur innleitt verklag vegna mögulegra öryggisbrota og mun tilkynna þér og Persónuvernd um slík tilvik með þeim hætti sem lög mæla fyrir um.
IX. Varðveisla gagna
Teya mun einungis varðveita persónuupplýsingar í þann tíma sem nauðsynlegur er til að uppfylla þann tilgang sem persónuupplýsinganna var aflað til, þar með talið í þeim tilgangi að uppfylla lagaskyldur, bókhaldsreglur eða skyldu til skýrslugjafar.
Við ákvörðun um varðveislutíma persónuupplýsinga lítur Teya til magns og eðlis persónuupplýsinganna og til þess hvort þær teljist viðkvæmar, mögulegrar hættu af óheimilli notkun eða á því að upplýsingunum verði deilt með öðrum, tilgangs söfnunar og hvort mögulegt sé að ná þeim tilgangi með öðrum leiðum, sem og til viðeigandi lagaskyldna.
Samkvæmt lögum verður Teya að varðveita ákveðnar grunnupplýsingar um viðskiptamenn sína (þar á meðal tengiliðaupplýsingar, skilríki, fjárhagsupplýsingar og færsluupplýsingar) í sjö ár frá því að viðskiptum er hætt í þeim tilgangi að uppfylla skyldur samkvæmt bókhalds- og skattalöggjöf.
Við ákveðnar kringumstæður átt þú rétt á að óska eftir því að persónuupplýsingum þínum sé eytt, sjá nánari upplýsingar hér að neðan.
Í ákveðnum tilfellum kunnum við að ópersónugera persónuupplýsingar þínar (þannig að það er ekki lengur mögulegt að tengja þær við þig) s.s. vegna rannsókna eða í tölfræðivinnslu.
X. Lagaleg réttindi þín
Við viljum benda þér ákveðin sérstök réttindi þín samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni. Þú gætir átt rétt á að:
Biðja um aðgang að þínum persónuupplýsingum (kallast aðgangsréttur hins skráða). Rétturinn segir til um að þú getir fengið afrit að þeim persónuupplýsingum sem við varðveitum um þig og kannað hvort við erum að vinna þær samkvæmt lögum.
Biðja um leiðréttingu á þeim persónuupplýsingum sem við varðveitum um þig. Þetta gefur þér tækifæri til þess að láta lagfæra sannarlega ófullnægjandi eða rangar upplýsingar sem við geymum um þig.
Biðja um eyðingu persónuupplýsinga þinna. Þessi réttur gerir þér kleift að biðja okkur um að eyða persónuupplýsingum þínum ef engin ástæða er fyrir okkur að halda áfram að vinna þær. Þú hefur einnig rétt til þess að biðja okkur um að eyða persónuupplýsingum þínum í þeim tilfellum þegar fallist hefur verið á mótmæli þín á vinnslu (sjá hér fyrir neðan), ef við höfum unnið persónuupplýsingar þínar með ólögmætum hætti eða í þeim tilfellum sem okkur er skylt að eyða persónuupplýsingum um þig samkvæmt lögum. Athugið hins vegar að við getum ekki alltaf orðið við beiðni þinni um eyðingu vegna lagalegra ástæðna en þér verður þá tilkynnt um þær ef við á í framhaldi af beiðni þinni.
Mótmæla vinnslu persónuupplýsinga þinna byggðri á lögmætum hagsmunum (eða lögmætum hagsmunum þriðja aðila) en eitthvað í þínum aðstæðum veldur því að þú vilt mótmæla vinnslu á þessum grundvelli þar sem þú telur að hún skerði grundvallarréttindi þín eða frelsi. Þú hefur einnig rétt til að mótmæla vinnslu persónuupplýsinga vegna markaðssetningar. Hér yrðu þá færð fram sjónarmið um sannarlega lögmætan grundvöll til að vinna persónuupplýsingar þínar sem gengi þá framar þínum réttindum eða frelsi.
Réttinn til að takmarka vinnslu persónuupplýsinga þinna. Með þessu er þér gert kleift að biðja okkur um að stöðva vinnslu persónuupplýsinga þinna í ákveðnum tilvikum: (a) ef þú vilt að við staðfestum réttmæti upplýsinganna; (b) þar sem vinnsla okkar á persónuupplýsingum er ólögmæt en þú vilt ekki að við eyðum þeim; (c) þar sem þú vilt að við geymum persónuupplýsingarnar þrátt fyrir að okkur er það ekki skylt, þar sem þú gætir þurft að nota upplýsingarnar til verjast lagalegum kröfum; eða þú hefur andmælt því að við notum upplýsingarnar þínar en við þurfum að staðfesta hvort okkar lögmætu hagsmunir vegi þyngra en grundvallarréttindi þín og því sé okkur heimilt að nota þær.
Rétturinn til að flytja persónuupplýsingar þínar til þín eða til þriðja aðila. Við munum veita þér eða þeim þriðja aðila sem þú tilnefnir, persónuupplýsingar þínar á vel skipulögðu, aðgengilegu og tölvulesanlegu formi. Athugaðu að þessi réttur á einungis við þær upplýsingar sem þú veitir okkur gegn samþykki þínu eða upplýsingar sem við þurfum til að uppfylla skyldur okkar samkvæmt samningi við þig.
Afturkallað samþykki þitt hvenær sem er fyrir þeim vinnslum sem byggja á veittu samþykki. Þrátt fyrir þennan rétt, mun slík afturköllun ekki hafa áhrif á lögmæti vinnslu sem gerð var áður en samþykki var afturkallað. Ef þú afturkallar samþykki þitt, getur verið að það hafi áhrif á þjónustu okkar við þig. Við slíkar aðstæður munum við láta þig vita af hugsanlegum áhrifum þegar þú afturkallar samþykki þitt.
Ef þú óskar eftir að nýta ofangreind réttindi þín, vinsamlega hafðu samband við okkur.
Að öllu jöfnu gjaldfrjálst
Þú þarft ekki að greiða gjald til að fá aðgang að persónuupplýsingum þínum (eða nýta önnur réttindi þín). Hins vegar, þá kunnum við að krefjast hóflegs gjalds ef beiðni þín byggir augljóslega ekki á réttmætum grunni eða ef um er að ræða ítrekaða eða umfangsmikila beiðni. Að öðrum kosti, gætum við hafnað beiðni þinni við framangreindar aðstæður.
Það sem við kunnum að þurfa frá þér
Við gætum þurft að biðja um ákveðnar upplýsingar frá þér til að staðfesta auðkenningu þína og aðgangsrétt að persónuupplýsingum þínum (eða réttinn til að nýta önnur réttindi þín). Um er að ræða öryggisráðstöfun sem tryggir að persónuupplýsingum sé ekki deilt með neinum sem ekki hefur rétt til þeirra. Við kunnum einnig að hafa samband við þig til að biðja þig um nánari upplýsingar til að hraða afgreiðslu beiðni þinnar.
Svarfrestur
Markmið okkar er að svara öllum lögmætum beiðnum innan eins mánaðar. Í ákveðnum tilvikum mun það taka okkur lengri tíma að svara beiðni,s.s. ef hún er sérstaklega flókin eða ef þú hefur sent okkur margar beiðnir. Í þeim tilfellum, munum við hafa samband við þig og upplýsa þig um stöðuna.
XI. Breytingar á persónuverndarstefnu þessari og skylda þín til að upplýsa um breytingar
Teya áskilur sér rétt til að breyta, uppfæra eða bæta við stefnu þessa hvenær sem er að því gefnu að slíkar breytingar dragi ekki út þeirri vernd persónuupplýsinga sem hún tryggir.
Það er mikilvægt að þær persónuupplýsingar sem við geymum um þig séu áreiðanlegar og réttar. Breytist persónuupplýsingar þínar meðan á viðskiptasambandi okkar stendur biðjum við þið vinsamlega um að láta okkur vita.
Vefslóðir þriðju aðila
Þessi vefsíða kanna að innihalda vefslóðir þriðju aðila, viðbætur og forrit. Með því að smella á þær vefslóðir eða með því að virkja tengingarnar kann það að veita þriðju aðilum aðgang eða heimild til að deila upplýsingum um þig. Við höfum ekki stjórn á umræddum vefsíðum þriðju aðilanna og erum ekki ábyrg fyrir þeirra persónuverndarstefnum. Þegar þú ferð af okkar vefsíðu, hvetjum við þig til að kynna þér persónuverndarstefnu allra þeirra vefsíðna sem þú heimsækir.