Reglur um birtingu skilmála á netinu um afbókanir og vöruskil
last updated: June 5, 2023
I. Alþjóðlegu kortafélögin - Sérstakar reglur um birtingu skilmála á netinu um afbókanir og vöruskil
Kortafélögin Mastercard, Visa og American Express hafa skýrar reglur um framsetningu vöruskila- eða afbókunarskilmála á netinu. Samkvæmt þeim þurfa seljendur að geta sýnt fram á að vöruskila- eða afbókunarskilmálarnir hafi verið sýnilegir korthöfum á heimasíðu seljanda við bókun eða pöntun. Ekki nægir að vísa til þess að lesa þurfi skilmála sem opnast í nýjum glugga eða í flettilista heldur þurfa skilmálarnir að birtast í bókunarglugganum sjálfum. Korthafinn þarf svo að staðfesta að hafa lesið skilmálana og samþykkt þá s.s. með beinni yfirlýsingu eða haki. Einnig er nauðsynlegt að vöruskila- eða afbókunarskilmálarnir séu sendir með staðfestingu bókunar til korthafa.
Borgun vill ítreka að ef óskað er eftir endurgreiðslu á hvers konar bókun sem greidd er fyrirfram þá skal endurgreiða færsluna á kortið sem skuldfært var af upphaflega. Endurgreiðsla með öðrum hætti er óheimil.
Ofangreind atriði eru unnin eftir reglum frá alþjóðlegu kortafélögunum og geta tekið breytingum.
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá þjónustuveri Teya í síma +354 560 1600 eða með tölvupósti á hjalp@teya.com